29 September 2011

Æfa, æfa, æfa og svo hvíla :)


Jæja...þá eru akkúrat 14 dagar í Stokkhólm og 16 dagar í Sænska meistaramótið í Crossfit (SM). Ég er orðin ótrúlega spennt! Sérstaklega að hitta elsku Ellu mína :)  Síðustu fjórar vikurnar hafa algjörlega farið í undirbúning fyrir mótið. Ég hef verið að bæta mig töluvert og náði t.a.m. góðu markmiði í gær þegar ég kláraði Amöndu, RX, á tímanum 20:43 J Ég er orðin mun öruggari í muscle up-inu en er samt ekki nógu ánægð með aðra höndina sem virðist alltaf verða eftir þegar ég er komin upp! Ef þið eruð með einhver tips um hvernig ég get lagað þetta megið þið endilega láta mig vita ;) Ég hef líka verið að bæta mig í styrknum en mikið rosalega eru þær sterkar stelpurnar sem ég er að fara að keppa á móti á SM! Vonandi verður mikið af hlaupi! ;)

Prógrömmin hjá Núma hafa hjálpað mér gríðarlega mikið og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa einhvern sem getur sagt mér nákvæmlega hvað það er sem ég þarf að æfa og gera fyrir svona mót. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki jafn spennt ef ég væri búin að vera að gera bara ,,eitthvað’’ sjálf. Það eina sem ég þarf að gera er að gera nákvæmlega það sem að stendur á blaðinu frá Núma! Ég held ég sé búin að fara í allar æfingar sem mögulega geta komið á mótinu (þó að það geti alltaf komið eitthvað nýtt) og hef gert fullt af æfingum sem ég hef aldrei gert áður. Til dæmis hef ég verið að gera þyngdar chest to bar, upphækkaðar handstöðupressur, þyngdar ring dips, V-upsetur með bolta og snatch balance- mjög skemmtilegt allt saman. J
Prógrömmin eru byggð þannig upp að fyrst eru styrktaræfingar/ tækniæfingar og metcon æfing að þeim loknum. Metcon æfingarnar byggja í raun á styktaræfingunum þar sem sömu vöðvahópar eru notaðir. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mjög gott en áhersla er lögð á nokkrar endurtekningar  (t.d. 3x2 eða 3x3) í lyftunum með 80-90% af PR og góða tækni.
Prógrammið hefur einnig að geyma tvo mjög mikilvæga daga í viku. Það eru HVÍLDARDAGAR. Vikan er sem sagt þannig að það eru tveir æfingadagar og einn hvíldardagur og svo koma þrír æfingadagar og einn hvíldardagur. Ég hef, eins ábyggilega svo margir aðrir Crossfit-arar, átt ansi erfitt með að hvíla mig frá æfingum. Það er bara svo gaman á æfingum og erfitt að missa úr! EN hvíldin skiptir mjög miklu máli.
Ég fór á Crossfit Endurance námskeið síðastliðna helgi (og nældi mér í CFE Certificate ;))þar sem ég lærði ýmislegt gagnlegt. Eitt af því var einmitt mikilvægi skynseminnar og hvíldarinnar. Hérna eru nokkrir punktar sem ég skrifaði hjá mér:

· CFR Hierarchy: 1,2,3)Technique, 4)Intensity og 5)Volume. TÆKNIN skiptir meginmáli!
· Sickness- wellness- fitness. If you overload in training and get sick you’ll have to go to the wellness stage before you’ll get to the fitness stage. (Það getur tekið tíma svo það er eins gott að fara varlega).
· You recover to become fitter, not train. 

Þetta eru nokkuð skýr skilaboð sem allir ættu að reyna að fylgja. Þó svo að fólk (þar á meðal ég sjálf) hafi komist upp með lélega tækni eða að taka aldrei hvíldardag hingað til þá er aldrei að vita hvað gerist eftir æfinguna á morgun eða eftir næstu 50 æfingar. :/ 

Ég lýk færslunni á þessari flottu setningu:

SMARTER NOT HARDER!

-Jakobína-

27 September 2011

Paleo matarÆÐIÐ


Eftir að hafa fengið þónokkrar fyrirspurnir um mataræði þá kemur hér eitt blogg um hvað það er sem við borðum dags daglega. Við reynum báðar að fyglja hinu svokallaða paleo mataræði en hér eru nokkrir punktar (og video) sem útskýra það.


Paleo í hnotskurn:

 • Genamengi mannskepnunnar þróaðist að mestu leyti fyrir um 2,5 milljónum ára á hinu svokallaða steinaldarskeiði.


• Því er haldið fram að á þessum árum hafi mannskepnan náð hámarki hraustleika en leiðin hefur svo legið aftur niður á við frá upphafi landbúnaðar (fyrir um 10 þúsund árum).


• Þar sem atgervi mannskepnunnar var hvað best á steinaldarskeiðinu er rökrétt að halda því fram að lifnaðarhættir og mataræði þess tíma hafi hentað mannskepnunni hvað best.

• Hugsunin að baki paleo mataræðinu er því að borða mat sem er svipaður því sem mannkynið þróaðist við að borða. Mannkynið er mjög lítið búið að breytast erfðafræðilega séð frá því að landbúnaðarbyltingin varð, en mataræðið og umhverfið er búið að breytast verulega.


• Steinaldarmaðurinn gat aðeins borðað það sem landið og náttúran hafði upp á að bjóða - mat eins og villibráð, fuglakjöt, fisk og skelfisk. Egg, auk ávaxta, grænmetis, berja, hneta og fræja var svo í boði eftir árstíðum. Og þetta eigum við að borða líka …. og auðvitað skal allt vera LÍFRÆNT



• Paleo er því í raun mataræði sem snýst um að hunsa alla unna nútíma matvöru (allt innpakkað og unnið) og velja í stað hennar hágæða lífrænan mat sem meltingarfærum okkar og líkama er ætlað að neyta. 


• Ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á að þessi tegund af mataræði komi í veg fyrir alls kyns heilsufarsvandamál, stuðli að eðlilegri starfsemi meltingarfæranna, mígreni hverfur, aukakílóin hverfa, svefntruflanir og kvíðaköst minnka auk þess sem orka líkamans verður mun meiri.

• Að fylgja paleo mataræðinu er ótrúlega einfalt! Það felur ekki í sér neinar mælingar né talningu hitaeininga (nema þú sért sérstaklega að sækjast efir því að léttast á stuttum tíma). Það eins sem þú þarft að muna er: KJÖT OG GRÆNMETI, HNETUR OG FRÆ, EITTHVAÐ AF ÁVÖXTUM, AÐEINS AF STERKJU EN ENGINN SYKUR!

• Þá er mælt með að sneiða ekki hjá dýrafitu því hún er holl og góð.


• Það er hægt að ganga lengra í paleo mataræðinu og sleppa öllum baunum og kartöflum og borða allan mat hráan (hráfæði). Baunir og kartöflur (sérstaklega sætar kartöflur) eru þó yfirleitt borðaðar í einhverjum mæli af paleo fylgjendum.

• Þá er mikilvægt að reyna að sneiða frá mjólkurvörum, sykri og gerviefnum, öllu hveiti og glúteini. Skástu mjólkurvörurnar eru smjör og rjómi.

• Helstu vökvar sem falla undir paleo eru vatn, te (án sætuefna) og kaffi (svart). 


• Áfengi fellur því miður ekki undir paleo mataræðið en félagslyndir paleo fylgjendur eiga ekki að fá samviskubit yfir því að fara aðeins út af sporinu stöku sinnum. Þeir ættu hins vegar að undirbúa sig vel og innbyrða prótein með drykkjunni og forðast sykur.


Meðfylgjandi myndband útskýrir mjög vel um hvað paleo mataræðið snýst.



Við systurnar erum engar öfgamanneskjur og höfum aldrei fylgt einhverju sérstöku mataræði eða matarkúrum eins og svo margir hafa reynt. Paleo mataræðið er aftur á móti eitthvað sem að hentar okkur vel enda höfum við að einhverju leyti fylgt því í gegnum árin án þess að vera meðvitaðar um það. Við borðum til að mynda yfirleitt aldrei brauð eða aðrar vörur úr hveiti eða glúteini, erum lítið fyrir mjólkurvörurnar og höfum reynt að borða mikið af dýrapóteini, grænmeti og ávöxtum. Helsta nýjungin í matarvenjum okkar er þó án efa FITAN! Ósjálfrátt sneyddum við hjá henni árum saman. En samkvæmt paleo mataræðinu er fitan mjög mikilvæg og góð fyrir okkur. Önnur okkar átti lengi við meltingarvandamál að stríða en eftir að fitunni var bætt inní mataræðið heyrir þetta vandamál sögunni til. Við fáum okkar fitu úr dýrakjöti, hnetum (helst cashew hnetum, macedoniu hnetum og möndlum) og avakadói. Þrátt fyrir að fylgja paleo mataræðinu að mestu leyti þá er að okkar mati ekkert að því að tríta sjálfan sig af og til með einhverju öðru en 400 gramma kjötstykki og bernaise sósu (þó það sé nú alltaf jafn gott). Já við köllum það TREAT í staðinn fyrir cheat. Um að gera að hafa einn treat-dag í viku fyrir sálina
Við systurnar erum báðar algjörir nammigrísir og okkur finnst erfitt að standast súkkulaðirúsínurnar frá Nóa, nóakroppið og “heilsunammið” (súkkulaðihúðar hnetur og bananar). Gosdrykkina höfum við þó alveg látið vera. Eftir erfiða æfingaviku finnst okkur við svo sannarlega eiga skilið að fá að njóta óhollustunnar sem nútíminn hefur uppá að bjóða. Laugadagur flokkast því undir Neo-paleo dag! Allt sem steinaldarmaðurinn myndi borða ef hann væri uppi í dag!;)Description: )

Á venjulegum degi er þetta svona nokkurn veginn það sem við borðum:

1. Morgunmatur: Vítamín sem samanstanda m.a. af vemma, hyal-joint, omega, lýsi og kalki. Þrjú egg (tvö heil egg og ein eggjahvíta), nokkrar hnetur eða lífrænt möndlusmjör eða hnetusmjör (er á gráa svæðinu), kaffibolli eða appelsínudjúsglas.

2. Millimál: Hámark og epli

3. Hádegismatur: Salat frá Serrano sem inniheldur tvo skammta af kjöti (nautakjöti eða kjúklingi), milda og ferska salsa, steikt grænmeti, guacamole EÐA heimagert túnfiskssalat sem inniheldur eina túnfisksdós, ½ - 1 avocado, kál, agúrku, papríku, rauðlauk og smá svartan pipar. Vatnsglas með.

4. Millimál: Hámark og ávöxtur t.d. jarðaber.

5. Kvöldmatur: Entrecote /roastbeef/kjúklingur/lax eða annar fiskur. Með fullt af alls kyns grænmeti, bæði fersku og steiktu. Steikt upp úr kókosolíu eða smjöri. Vatnsglas með.

6. Kvöldnasl: Besta kvöldnaslið er íslenskur harðfiskur

7. Magnesíum fyrir háttinn.


Við stefnum svo á að vera duglegri að blogga og koma með tvær færslur í viku hið minnsta :)

-Jakobína og Elín-



P.s. Aðeins 17 dagar í SM!!!!


18 September 2011

Stockholm Halvmarathon

Instead of training crossfit this weekend I participated in the Stockholm Halvmarathon. I have never run this distance before and just wanted to try it out :) I'm not a runner, I'm a crossfitter - so I wanted to find out my "running-shape" without any running training. So going into this run I really didn't know what to expect but this is how it went:

- The first 15km were easy.
- After those 15km the running got so much harder.
- The last 3km were just pure pain!

The problem wasn't my endurance ... my endurance was good the whole time ... my legs were the problem! I got cramps in my calves and my knees were killing me. I managed to keep on going though without stopping, and I finished in 1hour and 48minutes! My goal was to go under 1hour and 50minutes so I'm pretty satisfied :)

The atmosphere was amazing and I really enjoyed being apart of all this ...  so I will most likely participate again next year .... and probably do some more running-training before it :)

But now I really have to focus on my crossfit training. Only 26 days until SM!!

http://sm2011.crossfitnordic.se/

-Elin-


11 September 2011

Tough week!


I’ve been following the program Númi made for me last week so it’s been a hardcore Crossfit week! Here is what I’ve been doing:

Monday:
Strength:
Split jerk 3x2 reps, 85% PR – I did 55kg
Deadlift 3x2 reps, 85% PR- I did 105 kg
Muscle up 3x2x1 reps, rest 20 sec between reps – I did it ;)

45 minutes spinning and then
Metcon:
On time 12-9-6 reps:
Overhead anyhow, 30kg
GHD sit-ups
CTB Pull-ups

My time was about six minutes

Tuesday:
Strength:
Squat Snatch 3x2 reps, 85% PR- I did 40kg
Front Squat 3x2 reps, 85% PR- I did 62,5 kg
Overhead Squat 3x2 reps, 85% PR- I did 50kg

Metcon:
6 rounds, 30 sec rest after each round
7 push press 30kg
7 wall ball 14lbs
300m row

 Wednesday:
 Spinning for 45 minutes, no crossfit

Thursday:
Press 3x2 reps, 85% PR- I did 35kg
Power Clean 3x2 reps, 85%PR- I did 55kg
Ring dips 3x80% PR- I did 10-8-7

Metcon:
5 rounds:
1 muscle up
7 kbswings, 16kg
3 burpee sit-ups
40 double unders

My time was around 9 minutes

Friday:
45 mín spinning

Strength:
Back squat 3x2 reps, 85% PR- I did 70kg
Bench 3x2 reps, 85% PR- I did 50kg
Squat Clean 3x2 reps, 85% PR- I did 55kg

Metcon:
On time: 3 rounds:
40 double unders
10xpower clean, 45kg
15 burpees

Saturday
The WOD (@Crossfit Reykjavík) was Daniel and Lumberjack 20. Two athletes were supposed to finish it together.

Daniel:
50 pull ups - 400m run - 21 thrusters (30kg) -800m run -21 thrusters- 400m run- 50 pull ups.

Lumberjack 20
20 Deadlifts (82,5kg) - 400 m run 20 KB Swings (24kg) – 400m run -20 OHD Squats (40kg) – run 400m - 20 Burpees - run 400m- 20 Pull-ups - run  400m- 20 Box Jumps (60cm) – run 400m-  20 KBSquat Cleans (12kg) - 400 m run.

It’s been a tough week but I’m looking forward  to the next. I’ve already got my program from Númi for upcoming week and it looks heavy! :)

-Jakobína-





10 September 2011

Great Saturday!



I love training on Saturdays! Was in CrossfitNordic at 11 this morning and took a strength exercise and a metcon with my Icelandic friend Björk. This is what we did:

Strength:
Back squat   3x2 reps, 85% of PR - I did 60 kg
Bench press 3x2 reps, 85%  of PR - I did 45 kg
Squat clean  3x2 reps, 85% of PR - I did 45 kg

I obviously have to get STRONGER!

Metcon:
4 rounds of
10x deadlift (bodyweight)
10x toes to bar
10x boxjumps (60cm)
200 m run

Think my time was around 10 minutes, Björk was a little bit faster ....  it's always hard to keep up with that girl! After the metcon I did 4x10 GHD sit-ups and Númi showed me how to do faster deadlifts and faster handstand push-ups. 

After the training I got a really nice gift from the best fiancé in the world - WEIGHTLIFTING SHOES :) Hopefully these shoes will help me make some new personal records!




My new weightlifting shoes

P.s. My little sister Bryndis just started training Crossfit in CrossfitReykjavik. How cool is that! She's only 15 years old so I expect a lot from her in the the future;) 

Have a super nice weekend.

*Elin*

06 September 2011

Konur og lyftingar


Undanfarið hafa fordómar gegn lyftingum kvenna verið áberandi, bæði í erlendum og íslenskum fjölmiðlum. Greinar og myndskeið  hafa verið að birtast jafnt og þétt  þar sem hægt að greina miklar rangfærslur varðandi konur og þung lóð. Bæði birtast fréttir af frægum leikkonum og æfingum þeirra þar sem sérstaklega er tekið er fram að þær lyfti ekki of þungu til að koma í veg fyrir of mikinn vöðvamassa, auk auglýsinga frá líkamsræktarstöðvum þar sem talað er um sérstakar æfingar fyrir konur sem fela eingöngu í sér brennsluæfingar og æfingar með fislétt lóð. Þetta eiga að vera æfingar sem fela eingöngu í sér að tóna líkamann en munu ekki auka á vöðvamassann. Guð forði konum frá því að vera of massaðar! Þá hafa einnig birst myndkskeið með hinum ýmsu æfingum þar sem hamrað er á því að til að fá “fallega og langa” vöðva sé best fyrir konur að gera margar endurtekningar og notast við létt lóð eða bolta sem vega varla meira en 2 kg.

         Flestir vita eflaust að samasem merkið á milli þess að lyfta tveggja kílóa léttum lóðum og að fá stinnan líkama og vel tónaða vöðva er kjaftæði! Fyrir þau ykkur sem aftur á móti trúið þessu rugli (ég var btw einu sinni í ykkar hópi) þá langar mig að segja ykkur smá reynslusögu af sjálfri mérJ

Fyrir ekki svo löngu var ég hrædd við of mikla vöðva, stundaði spinning af kappi, fór á hlaupabrettið og þrekstigann. Einu lóðin sem ég snerti voru léttu lóðin í Body pump en samkvæmt því sem ég hafði heyrt var Body pump ekta tími fyrir konur – sem vildu fá fallega og langa vöðva. Ég vildi fyrir alla muni ekki verða eins og Magga massi (þetta viðhorf er efni í annan pistil)! Ég hef mjög gaman af líkamsrækt og mætti því samviskusamlega í ræktina ca 6 sinnum í viku og stundaði þessar æfingar, sem mér fannst nú vera frekar fjölbreyttar í um 5 ár. Ég hélt mér í formi þessi ár, enda passaði ég uppá mataræðið en aldrei sá ég raunverulegan árangur. Ég var orðin betri í spinning og komst aðeins hraðar á hlaupabrettinu og þrekstiganum en ég var aðeins búin að þyngja lóðin í Body pump um 5 kg (í mesta lagi) á þessum 5 árum og var ekki orðin betri í armbeygjum eða öðrum bodyweight æfingum eins og ég hafði búist við! Líkaminn var þó í skikkanlegu formi en styrkurinn var frekar lítill miðað við mikla þjálfun.

         Það var ekki fyrr en eftir að ég byrjaði í Crossfit (maí 2010) að ég fór virkilega að sjá umbreytingu á sjálfri mér og viðhorf mitt til lyftinga breyttist. Þennan árangur minn má að mjög miklu leyti rekja til ólympískra lyftinga með ÞUNG LÓÐ! Í crossfit byrjaði ég að lyfta alvöru þyngdum og gera alls kyns fimleika- og þolæfingar með. Og þvílíkur árangur á rúmu ári! Fyrir utan hversu skemmtilegt það er að lyfta þungt og hversu mikinn styrk ég hef öðlast þá hef ég ekki þyngst um gramm og passa enn í öll fötin mín …. er þó svo mikið stinnari og tónaðari en áður. En hvers vegna hef ég ekki stækkað meira? Tja, staðreyndin er sú að það krefst töluverðrar vinnu að bæta á sig vöðvum, sérstaklega fyrir konur þar sem þær framleiða ekki jafn mikið af testosteróni og karlar. Fyrir konur að ætla að bæta á sig töluverðum vöðvamassa krefst MJÖG mikillar þjálfunar auk mikillar kaloríuinntöku. Með mína reynslusögu á bakinu sé ég því ekki hvernig lóð sem vega varla meira en 2 kg geti á einhvern hátt styrkt eða tónað vöðva kvenna. Ég er ekki að mæla gegn þessum æfingum en fyrir fólk sem virkilega vill sjá árangur þá er eru tveggja kílóa lóð ekki málið. ÞUNG LÓÐ eru aftur á móti málið J


Held það sé viðeigandi að enda þennan pistil á þessu snilldarkvóti:

“STRONG IS THE NEW SKINNY”

Elín


05 September 2011

Æfing dagsins - Dagens pass

WOD (workout of the day) dagsins í Crossfit Reykjavík er Karen og samanstendur af 150 endurtekningum af wallballs (kasta bolta í vegg) yfir 3 metra háa línu. Krafa er gerð um að taka djúpa hnébeygju (niður fyrir 90°) áður en boltanum er kastað upp. Þyngdir á bolta eru 14 lbs fyrir konur og 20 lbs fyrir karla. Mjög skemmtilega leiðinleg æfing að mínu mati og tekur vel á í raun allan líkamann :)

Ég mun þó að öllum líkindum ekki taka Karen í dag þar sem að ég er að undirbúa mig fyrir meistaramótið í Crossfit sem haldið er í Stokkhólmi um miðjan október og heitir SM. Við Elín erum báðar að fara að keppa á því og Númi, unnustinn hennar Elínar og einn fremsti Crossfit-arinn í Evrópu, var svo góður að útbúa fyrir mig æfingaprógram sem ég mun fylgja fram að móti.
Æfingin mín í dag er því:

Strenght (styrkur):
Split Jerk 3x2 endurtekningar, 85% af PR (personal record),
Deadlift 3x2 endurtekningar, 85% af PR,
Muscle up 2x1 endurtekning, hvíla í 20 sek 3x

Metcon (þolæfing):
Á tíma: 12-9-6 endurtekningar af:
30kg ground to overhead,
GHD uppsetur,
Chest to bar upphýfingar

Að þessu loknu fer ég að kenna 45 mín spinning tíma - svona aðeins til að ná mér niður ;)

-Jakobína-



Dagens Pass í Crossfit Nordic samanstóð af:



STRENGTH: Marklyft 1-1-1-1 repetitioner på 90-100% av din kapacitet (PR-försök)
Styrkefrivändning 1-1-1-1 repetitioner på 90-100% av din kapacitet (PR-försök)
METCON:
Inom varje 2 minuter, i 10 minuter:
Marklyft (80% av 1 RM)
Svingar (24/16kg)
Tuck jump
20 Double-unders

Ég var ekki alveg uppá mitt besta í dag en ég er búin að vera að drepast í höndunum síðan á laugardaginn. Er nokkuð viss um að hendurnar á mér séu ekki að höndla muscle-up strögglið:/ Ég ákvað því að reyna ekki við PR (personal record)  þyngdir í dag. Tók 100 kg í marklyft (deadlift) en á 115 kg og tók aðeins 50 kg í styrkefrivändning (power-clean). Wod dagsins var frekar auðvelt og hentaði mér vel. Fengum tvær mínútur til að klára hvert sett (5 alls) og áttum að keyra á það eins hratt og við gátum í hvert skipti, restin af tímanum fór í hvíld. Ég tók reyndar 20 og 24 kílóa ketilbjöllu í staðinn fyrir 16 kílóin þar sem ég er frekar léleg í sveiflunum og þarf að æfa mig með þyngri bjöllu. Er nokkuð viss um að það verði ketilbjöllusveiflur á SM og aðeins 40 dagar í þann viðburð!!

Ef þið eigið einhverjar töfralausnir fyrir skaddaðar hendur þá endilega látið mig vita :)

-Elín-





Blogg í mótun :)

Þá er komið að því .... fyrsta bloggfærsla þessarar bloggsíðu okkar Jakobínu, þar sem við ætlum að mestu leyti að fjalla um crossfit og öllu sem því tengist eins og mataræði o.fl. Eins og segir í lýsingunni þá bý ég í Svíþjóð (Stockholm) og Jakobína á Íslandi (Seltjarnarnesi). Við æfum því crossfit í sitt hvoru landinu og förum eftir ólíku æfingaprógrammi. Jakobína fer eftir æfingaprógrammi sem sett er upp af CrossfitReykjavík og ég eftir prógrammi sem sett er upp af CrossfitNordic. Þar sem við erum eineggja tvíburar, með sama DNA þá verður áhugavert að bera saman árangur okkar en við munum reyna að vera duglegar að setja inn daglegar æfingar auk þess sem við munum setja inn alla hreyfingu sem við stundum utan hefðbundinna crossfitæfinga. 

Jakobína byrjaði að æfa crossfit fyrir tveimur árum síðan en ég byrjaði tæpu ári seinna en hún. Ég tel okkur frekar gott dæmi um það hversu miklum árangri er hægt að ná í crossfit. Þrátt fyrir að vera báðar í ágætis formi þegar við byrjuðum að æfa crossfit þá höfðum við ekki besta bakgrunninn, sem ég tel vera frjálsar íþróttir og fimleika. Við höfðum báðar æft sund í nokkur ár og svo kenndum við spinning (sem Jakó gerir enn) og stunduðum body pump með. Styrkurinn var því ekki mikill í byrjun en við höfum báðar náð ótrúlegum árangri á fremur stuttum tíma. Það verður því spennandi að sjá hvernig framhaldið verður en þrátt fyrir að vera að gera mikið af sömu æfingunum þá er uppsetning æfinganna ólík hjá okkur og inn á það verður komið í næstu bloggfærslum:) 


Elín