06 September 2011

Konur og lyftingar


Undanfarið hafa fordómar gegn lyftingum kvenna verið áberandi, bæði í erlendum og íslenskum fjölmiðlum. Greinar og myndskeið  hafa verið að birtast jafnt og þétt  þar sem hægt að greina miklar rangfærslur varðandi konur og þung lóð. Bæði birtast fréttir af frægum leikkonum og æfingum þeirra þar sem sérstaklega er tekið er fram að þær lyfti ekki of þungu til að koma í veg fyrir of mikinn vöðvamassa, auk auglýsinga frá líkamsræktarstöðvum þar sem talað er um sérstakar æfingar fyrir konur sem fela eingöngu í sér brennsluæfingar og æfingar með fislétt lóð. Þetta eiga að vera æfingar sem fela eingöngu í sér að tóna líkamann en munu ekki auka á vöðvamassann. Guð forði konum frá því að vera of massaðar! Þá hafa einnig birst myndkskeið með hinum ýmsu æfingum þar sem hamrað er á því að til að fá “fallega og langa” vöðva sé best fyrir konur að gera margar endurtekningar og notast við létt lóð eða bolta sem vega varla meira en 2 kg.

         Flestir vita eflaust að samasem merkið á milli þess að lyfta tveggja kílóa léttum lóðum og að fá stinnan líkama og vel tónaða vöðva er kjaftæði! Fyrir þau ykkur sem aftur á móti trúið þessu rugli (ég var btw einu sinni í ykkar hópi) þá langar mig að segja ykkur smá reynslusögu af sjálfri mérJ

Fyrir ekki svo löngu var ég hrædd við of mikla vöðva, stundaði spinning af kappi, fór á hlaupabrettið og þrekstigann. Einu lóðin sem ég snerti voru léttu lóðin í Body pump en samkvæmt því sem ég hafði heyrt var Body pump ekta tími fyrir konur – sem vildu fá fallega og langa vöðva. Ég vildi fyrir alla muni ekki verða eins og Magga massi (þetta viðhorf er efni í annan pistil)! Ég hef mjög gaman af líkamsrækt og mætti því samviskusamlega í ræktina ca 6 sinnum í viku og stundaði þessar æfingar, sem mér fannst nú vera frekar fjölbreyttar í um 5 ár. Ég hélt mér í formi þessi ár, enda passaði ég uppá mataræðið en aldrei sá ég raunverulegan árangur. Ég var orðin betri í spinning og komst aðeins hraðar á hlaupabrettinu og þrekstiganum en ég var aðeins búin að þyngja lóðin í Body pump um 5 kg (í mesta lagi) á þessum 5 árum og var ekki orðin betri í armbeygjum eða öðrum bodyweight æfingum eins og ég hafði búist við! Líkaminn var þó í skikkanlegu formi en styrkurinn var frekar lítill miðað við mikla þjálfun.

         Það var ekki fyrr en eftir að ég byrjaði í Crossfit (maí 2010) að ég fór virkilega að sjá umbreytingu á sjálfri mér og viðhorf mitt til lyftinga breyttist. Þennan árangur minn má að mjög miklu leyti rekja til ólympískra lyftinga með ÞUNG LÓÐ! Í crossfit byrjaði ég að lyfta alvöru þyngdum og gera alls kyns fimleika- og þolæfingar með. Og þvílíkur árangur á rúmu ári! Fyrir utan hversu skemmtilegt það er að lyfta þungt og hversu mikinn styrk ég hef öðlast þá hef ég ekki þyngst um gramm og passa enn í öll fötin mín …. er þó svo mikið stinnari og tónaðari en áður. En hvers vegna hef ég ekki stækkað meira? Tja, staðreyndin er sú að það krefst töluverðrar vinnu að bæta á sig vöðvum, sérstaklega fyrir konur þar sem þær framleiða ekki jafn mikið af testosteróni og karlar. Fyrir konur að ætla að bæta á sig töluverðum vöðvamassa krefst MJÖG mikillar þjálfunar auk mikillar kaloríuinntöku. Með mína reynslusögu á bakinu sé ég því ekki hvernig lóð sem vega varla meira en 2 kg geti á einhvern hátt styrkt eða tónað vöðva kvenna. Ég er ekki að mæla gegn þessum æfingum en fyrir fólk sem virkilega vill sjá árangur þá er eru tveggja kílóa lóð ekki málið. ÞUNG LÓÐ eru aftur á móti málið J


Held það sé viðeigandi að enda þennan pistil á þessu snilldarkvóti:

“STRONG IS THE NEW SKINNY”

Elín


3 comments:

  1. Svooo satt!!! Lifði sjálf í nákvæmlega sömu blekkingu og þú, þorði ekki að lyfta þungt, hamaðist endalaust á hlaupabrettinu (eitthvað sem þyrfti að borga mér í dag fyrir að stíga á!) og tók svo létt í öllum lyftingaræfingum að það var eins og ég væri með geisladiska á stönginni!
    Ég er 9 mánuðum (í rólegheitunum) búin að bæta mig um 35kg í réttstöðu, 30 í back squat og 25 í front squat, þess má geta að ég hafði aldei tekið þyngra en 35kg í hnébeygju þegar ég byrjaði í cf)og Magga massi er enn langt undan svo áhyggjur mínar voru algjörlega óþarfar, fyrir utan það að það er fátt flottara en vel tónaðar og massaðar konur :)

    ReplyDelete
  2. Linda Rakel Jónsdóttir6 September 2011 at 13:21

    Strong is the new skinny... LIKE :D
    Flottur pistill Elín!

    ReplyDelete
  3. Ég er sammála! Hreyfing á ekki að snúast um að vera mjór, eða að reyna að breyta útliti sínu. Hún á að snúast um heilsurækt, og á að vera skemmtileg! Crossfit er frábært líkamsrækt, og markmiðið er ekki að létta sig eða að vera með eróbikk líkama, heldur að styrkja sig og sjá árangur þannig. Þá skiptir engu máli hvort maður sé feitur eða mjór, svo lengi sem maður er að hugsa vel um líkamann.

    ReplyDelete