Eftir að hafa fengið
þónokkrar fyrirspurnir um mataræði þá kemur hér eitt blogg um hvað það er sem
við borðum dags daglega. Við reynum báðar að fyglja hinu svokallaða paleo
mataræði en hér eru nokkrir punktar (og video) sem útskýra það.
Paleo í hnotskurn:
• Genamengi mannskepnunnar þróaðist að mestu leyti fyrir um 2,5 milljónum ára á hinu svokallaða steinaldarskeiði.
• Því er haldið fram að á þessum árum hafi mannskepnan náð hámarki hraustleika en leiðin hefur svo legið aftur niður á við frá upphafi landbúnaðar (fyrir um 10 þúsund árum).
• Þar sem atgervi mannskepnunnar var hvað best á steinaldarskeiðinu er rökrétt að halda því fram að lifnaðarhættir og mataræði þess tíma hafi hentað mannskepnunni hvað best.
• Hugsunin að baki paleo mataræðinu er því að borða mat sem er svipaður því sem mannkynið þróaðist við að borða. Mannkynið er mjög lítið búið að breytast erfðafræðilega séð frá því að landbúnaðarbyltingin varð, en mataræðið og umhverfið er búið að breytast verulega.
• Steinaldarmaðurinn gat aðeins borðað það sem landið og náttúran hafði upp á að bjóða - mat eins og villibráð, fuglakjöt, fisk og skelfisk. Egg, auk ávaxta, grænmetis, berja, hneta og fræja var svo í boði eftir árstíðum. Og þetta eigum við að borða líka …. og auðvitað skal allt vera LÍFRÆNT ☺
• Paleo er því í raun mataræði sem snýst um að hunsa alla unna nútíma matvöru (allt innpakkað og unnið) og velja í stað hennar hágæða lífrænan mat sem meltingarfærum okkar og líkama er ætlað að neyta.
• Ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á að þessi tegund af mataræði komi í veg fyrir alls kyns heilsufarsvandamál, stuðli að eðlilegri starfsemi meltingarfæranna, mígreni hverfur, aukakílóin hverfa, svefntruflanir og kvíðaköst minnka auk þess sem orka líkamans verður mun meiri.
• Að fylgja paleo mataræðinu er ótrúlega einfalt! Það felur ekki í sér neinar mælingar né talningu hitaeininga (nema þú sért sérstaklega að sækjast efir því að léttast á stuttum tíma). Það eins sem þú þarft að muna er: KJÖT OG GRÆNMETI, HNETUR OG FRÆ, EITTHVAÐ AF ÁVÖXTUM, AÐEINS AF STERKJU EN ENGINN SYKUR!
• Þá er mælt með að sneiða ekki hjá dýrafitu því hún er holl og góð.
• Það er hægt að ganga lengra í paleo mataræðinu og sleppa öllum baunum og kartöflum og borða allan mat hráan (hráfæði). Baunir og kartöflur (sérstaklega sætar kartöflur) eru þó yfirleitt borðaðar í einhverjum mæli af paleo fylgjendum.
• Þá er mikilvægt að reyna að sneiða frá mjólkurvörum, sykri og gerviefnum, öllu hveiti og glúteini. Skástu mjólkurvörurnar eru smjör og rjómi.
• Helstu vökvar sem falla undir paleo eru vatn, te (án sætuefna) og kaffi (svart).
• Áfengi fellur því miður ekki undir paleo mataræðið en félagslyndir paleo fylgjendur eiga ekki að fá samviskubit yfir því að fara aðeins út af sporinu stöku sinnum. Þeir ættu hins vegar að undirbúa sig vel og innbyrða prótein með drykkjunni og forðast sykur.
Meðfylgjandi myndband útskýrir mjög vel um hvað paleo mataræðið snýst.
• Genamengi mannskepnunnar þróaðist að mestu leyti fyrir um 2,5 milljónum ára á hinu svokallaða steinaldarskeiði.
• Því er haldið fram að á þessum árum hafi mannskepnan náð hámarki hraustleika en leiðin hefur svo legið aftur niður á við frá upphafi landbúnaðar (fyrir um 10 þúsund árum).
• Þar sem atgervi mannskepnunnar var hvað best á steinaldarskeiðinu er rökrétt að halda því fram að lifnaðarhættir og mataræði þess tíma hafi hentað mannskepnunni hvað best.
• Hugsunin að baki paleo mataræðinu er því að borða mat sem er svipaður því sem mannkynið þróaðist við að borða. Mannkynið er mjög lítið búið að breytast erfðafræðilega séð frá því að landbúnaðarbyltingin varð, en mataræðið og umhverfið er búið að breytast verulega.
• Steinaldarmaðurinn gat aðeins borðað það sem landið og náttúran hafði upp á að bjóða - mat eins og villibráð, fuglakjöt, fisk og skelfisk. Egg, auk ávaxta, grænmetis, berja, hneta og fræja var svo í boði eftir árstíðum. Og þetta eigum við að borða líka …. og auðvitað skal allt vera LÍFRÆNT ☺
• Paleo er því í raun mataræði sem snýst um að hunsa alla unna nútíma matvöru (allt innpakkað og unnið) og velja í stað hennar hágæða lífrænan mat sem meltingarfærum okkar og líkama er ætlað að neyta.
• Ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á að þessi tegund af mataræði komi í veg fyrir alls kyns heilsufarsvandamál, stuðli að eðlilegri starfsemi meltingarfæranna, mígreni hverfur, aukakílóin hverfa, svefntruflanir og kvíðaköst minnka auk þess sem orka líkamans verður mun meiri.
• Að fylgja paleo mataræðinu er ótrúlega einfalt! Það felur ekki í sér neinar mælingar né talningu hitaeininga (nema þú sért sérstaklega að sækjast efir því að léttast á stuttum tíma). Það eins sem þú þarft að muna er: KJÖT OG GRÆNMETI, HNETUR OG FRÆ, EITTHVAÐ AF ÁVÖXTUM, AÐEINS AF STERKJU EN ENGINN SYKUR!
• Þá er mælt með að sneiða ekki hjá dýrafitu því hún er holl og góð.
• Það er hægt að ganga lengra í paleo mataræðinu og sleppa öllum baunum og kartöflum og borða allan mat hráan (hráfæði). Baunir og kartöflur (sérstaklega sætar kartöflur) eru þó yfirleitt borðaðar í einhverjum mæli af paleo fylgjendum.
• Þá er mikilvægt að reyna að sneiða frá mjólkurvörum, sykri og gerviefnum, öllu hveiti og glúteini. Skástu mjólkurvörurnar eru smjör og rjómi.
• Helstu vökvar sem falla undir paleo eru vatn, te (án sætuefna) og kaffi (svart).
• Áfengi fellur því miður ekki undir paleo mataræðið en félagslyndir paleo fylgjendur eiga ekki að fá samviskubit yfir því að fara aðeins út af sporinu stöku sinnum. Þeir ættu hins vegar að undirbúa sig vel og innbyrða prótein með drykkjunni og forðast sykur.
Meðfylgjandi myndband útskýrir mjög vel um hvað paleo mataræðið snýst.
Við systurnar erum engar öfgamanneskjur og höfum aldrei fylgt einhverju sérstöku mataræði eða matarkúrum eins og svo margir hafa reynt. Paleo mataræðið er aftur á móti eitthvað sem að hentar okkur vel enda höfum við að einhverju leyti fylgt því í gegnum árin án þess að vera meðvitaðar um það. Við borðum til að mynda yfirleitt aldrei brauð eða aðrar vörur úr hveiti eða glúteini, erum lítið fyrir mjólkurvörurnar og höfum reynt að borða mikið af dýrapóteini, grænmeti og ávöxtum. Helsta nýjungin í matarvenjum okkar er þó án efa FITAN! Ósjálfrátt sneyddum við hjá henni árum saman. En samkvæmt paleo mataræðinu er fitan mjög mikilvæg og góð fyrir okkur. Önnur okkar átti lengi við meltingarvandamál að stríða en eftir að fitunni var bætt inní mataræðið heyrir þetta vandamál sögunni til. Við fáum okkar fitu úr dýrakjöti, hnetum (helst cashew hnetum, macedoniu hnetum og möndlum) og avakadói. Þrátt fyrir að fylgja paleo mataræðinu að mestu leyti þá er að okkar mati ekkert að því að tríta sjálfan sig af og til með einhverju öðru en 400 gramma kjötstykki og bernaise sósu (þó það sé nú alltaf jafn gott). Já við köllum það TREAT í staðinn fyrir cheat. Um að gera að hafa einn treat-dag í viku fyrir sálina☺ Við systurnar erum báðar algjörir nammigrísir og okkur finnst erfitt að standast súkkulaðirúsínurnar frá Nóa, nóakroppið og “heilsunammið” (súkkulaðihúðar hnetur og bananar). Gosdrykkina höfum við þó alveg látið vera. Eftir erfiða æfingaviku finnst okkur við svo sannarlega eiga skilið að fá að njóta óhollustunnar sem nútíminn hefur uppá að bjóða. Laugadagur flokkast því undir Neo-paleo dag! Allt sem steinaldarmaðurinn myndi borða ef hann væri uppi í dag!;)

Á venjulegum degi er þetta svona nokkurn veginn það sem við borðum:
1. Morgunmatur: Vítamín sem samanstanda m.a. af vemma, hyal-joint, omega, lýsi og kalki. Þrjú egg (tvö heil egg og ein eggjahvíta), nokkrar hnetur eða lífrænt möndlusmjör eða hnetusmjör (er á gráa svæðinu), kaffibolli eða appelsínudjúsglas.
2. Millimál: Hámark
og epli
3. Hádegismatur:
Salat frá Serrano sem inniheldur tvo skammta af kjöti (nautakjöti eða
kjúklingi), milda og ferska salsa, steikt grænmeti, guacamole EÐA heimagert
túnfiskssalat sem inniheldur eina túnfisksdós, ½ - 1 avocado, kál, agúrku, papríku,
rauðlauk og smá svartan pipar. Vatnsglas með.
4. Millimál: Hámark
og ávöxtur t.d. jarðaber.
5. Kvöldmatur:
Entrecote /roastbeef/kjúklingur/lax eða annar fiskur. Með fullt af alls kyns
grænmeti, bæði fersku og steiktu. Steikt upp úr kókosolíu eða
smjöri. Vatnsglas með.
6. Kvöldnasl: Besta kvöldnaslið er íslenskur harðfiskur ☺
7. Magnesíum fyrir háttinn.
Við stefnum svo á að vera duglegri að blogga og koma með tvær færslur í viku hið minnsta :)
-Jakobína og Elín-
P.s. Aðeins 17 dagar í SM!!!!
skemmtilegt og fræðandi!eitthvað sem eg ætla að fara vinna í!sjáumst á eftir jakó(er mjög spennt fyrir wodinu;)ahahha
ReplyDeleteROSALEGA er ég að fíla lífræna kaflann :-)
ReplyDeleteRosalega er ég líka ánægð með bloggmarkmiðið :-)
Gaman að lesa, eins og alltaf :-)
@Sirrý: Spurning um að hafa linkinn að blogginu þínu inn á okkar bloggi ... svo fólk geti fengið hugmyndir að heilbrigðu og lífrænu paleo mataræði ?:)
ReplyDelete@Mattý: Jakó sagði mér að þú værir orðin hooked á Crossfit ... líst vel á þig:)