Jakobína byrjaði að æfa crossfit fyrir tveimur árum síðan en ég byrjaði tæpu ári seinna en hún. Ég tel okkur frekar gott dæmi um það hversu miklum árangri er hægt að ná í crossfit. Þrátt fyrir að vera báðar í ágætis formi þegar við byrjuðum að æfa crossfit þá höfðum við ekki besta bakgrunninn, sem ég tel vera frjálsar íþróttir og fimleika. Við höfðum báðar æft sund í nokkur ár og svo kenndum við spinning (sem Jakó gerir enn) og stunduðum body pump með. Styrkurinn var því ekki mikill í byrjun en við höfum báðar náð ótrúlegum árangri á fremur stuttum tíma. Það verður því spennandi að sjá hvernig framhaldið verður en þrátt fyrir að vera að gera mikið af sömu æfingunum þá er uppsetning æfinganna ólík hjá okkur og inn á það verður komið í næstu bloggfærslum:)
Elín
Elín
No comments:
Post a Comment