29 September 2011

Æfa, æfa, æfa og svo hvíla :)


Jæja...þá eru akkúrat 14 dagar í Stokkhólm og 16 dagar í Sænska meistaramótið í Crossfit (SM). Ég er orðin ótrúlega spennt! Sérstaklega að hitta elsku Ellu mína :)  Síðustu fjórar vikurnar hafa algjörlega farið í undirbúning fyrir mótið. Ég hef verið að bæta mig töluvert og náði t.a.m. góðu markmiði í gær þegar ég kláraði Amöndu, RX, á tímanum 20:43 J Ég er orðin mun öruggari í muscle up-inu en er samt ekki nógu ánægð með aðra höndina sem virðist alltaf verða eftir þegar ég er komin upp! Ef þið eruð með einhver tips um hvernig ég get lagað þetta megið þið endilega láta mig vita ;) Ég hef líka verið að bæta mig í styrknum en mikið rosalega eru þær sterkar stelpurnar sem ég er að fara að keppa á móti á SM! Vonandi verður mikið af hlaupi! ;)

Prógrömmin hjá Núma hafa hjálpað mér gríðarlega mikið og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa einhvern sem getur sagt mér nákvæmlega hvað það er sem ég þarf að æfa og gera fyrir svona mót. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki jafn spennt ef ég væri búin að vera að gera bara ,,eitthvað’’ sjálf. Það eina sem ég þarf að gera er að gera nákvæmlega það sem að stendur á blaðinu frá Núma! Ég held ég sé búin að fara í allar æfingar sem mögulega geta komið á mótinu (þó að það geti alltaf komið eitthvað nýtt) og hef gert fullt af æfingum sem ég hef aldrei gert áður. Til dæmis hef ég verið að gera þyngdar chest to bar, upphækkaðar handstöðupressur, þyngdar ring dips, V-upsetur með bolta og snatch balance- mjög skemmtilegt allt saman. J
Prógrömmin eru byggð þannig upp að fyrst eru styrktaræfingar/ tækniæfingar og metcon æfing að þeim loknum. Metcon æfingarnar byggja í raun á styktaræfingunum þar sem sömu vöðvahópar eru notaðir. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mjög gott en áhersla er lögð á nokkrar endurtekningar  (t.d. 3x2 eða 3x3) í lyftunum með 80-90% af PR og góða tækni.
Prógrammið hefur einnig að geyma tvo mjög mikilvæga daga í viku. Það eru HVÍLDARDAGAR. Vikan er sem sagt þannig að það eru tveir æfingadagar og einn hvíldardagur og svo koma þrír æfingadagar og einn hvíldardagur. Ég hef, eins ábyggilega svo margir aðrir Crossfit-arar, átt ansi erfitt með að hvíla mig frá æfingum. Það er bara svo gaman á æfingum og erfitt að missa úr! EN hvíldin skiptir mjög miklu máli.
Ég fór á Crossfit Endurance námskeið síðastliðna helgi (og nældi mér í CFE Certificate ;))þar sem ég lærði ýmislegt gagnlegt. Eitt af því var einmitt mikilvægi skynseminnar og hvíldarinnar. Hérna eru nokkrir punktar sem ég skrifaði hjá mér:

· CFR Hierarchy: 1,2,3)Technique, 4)Intensity og 5)Volume. TÆKNIN skiptir meginmáli!
· Sickness- wellness- fitness. If you overload in training and get sick you’ll have to go to the wellness stage before you’ll get to the fitness stage. (Það getur tekið tíma svo það er eins gott að fara varlega).
· You recover to become fitter, not train. 

Þetta eru nokkuð skýr skilaboð sem allir ættu að reyna að fylgja. Þó svo að fólk (þar á meðal ég sjálf) hafi komist upp með lélega tækni eða að taka aldrei hvíldardag hingað til þá er aldrei að vita hvað gerist eftir æfinguna á morgun eða eftir næstu 50 æfingar. :/ 

Ég lýk færslunni á þessari flottu setningu:

SMARTER NOT HARDER!

-Jakobína-

3 comments:

  1. Ótrúlega flott hjá þer :) !!

    Þú ert alveg með þetta og átt eftir að komast mjög langt.. Það eiga allir að taka hvíldardaga sem æfa jafn mikið og þú og ert því ekkert að missa úr ;) Hugsaðu bara að það sé lokað á þessum dögum engar æfingar í boði haaha

    Þið eruð frábærar systur :) !!

    ReplyDelete
  2. Gott að prógramið frá Núma er að virka fyrir þig. Það er eins byggt upp og æfingarnar hjá okkur í CrossfitNordic :) Algjör snilld!

    Hlakka líka ótrúlega mikið til að hitta þig eftir aðeins 14 daga!!:)

    Þú ert líka frábær Kristín mín :-)

    ReplyDelete
  3. Kristín...hvar ert þú búin að vera? Áttu ekki enn kort í CFR? ;)
    En takk annars, þú ert auðvitað líka frábær :)

    Og já, veistu ég held að prógrammið sé að svínvirka Ella! Það kemur svo betur í ljós á SM ;)
    -Jakó-

    ReplyDelete